Þjálfun fyrir kennara og leiðbeinendur

Þjálfunaráætlunin hefur verið hönnuð eingöngu fyrir kennara og fagfólk í starfsráðgjöf. Hún samanstendur af þremur einingum sem miða að því að veita þátttakendum vel prófuð verkfæri og tæki til að bæta færni þeirra í fullorðinsfræðslu og starfsráðgjöf.

 

Þessi áætlun tryggir að allir þeir sem stunda kennslu eða eru leiðbeinendur í fullorðinsfræðslu, séu færir um að vinna á óformlegan hátt við kennsluna. Þátttakendur koma til með að sjá nýjungar í kennslufræði en aukinheldur munu þeir fá viðeigandi þjálfun til að útbúa eigin ör-námsverkefnum í mismunandi samhengi hvað varðar nám.

Eining 1 - Inngangur að aðferðum við ör-námskeið:
Þessi eining fjallar um undirstöðuatriði aðferða við ör-námskeið og hvernig hægt er að samþætta þessi námskeið í fullorðinsfræðslu. Þessi eining veitir traustan grunn til að skilja þær meginreglur sem miða að árangursríku örnámi.
Eining 2 - Þróun ör-námsúrræða fyrir ungt fullorðið fólk:
Það má styrkja sjálfan sig með því að búa til áhrifarík stafræn ör-námsúrræði sem eru sérsniðin fyrir ungt fullorðið fólk. Þessi eining veitir leiðbeiningar fyrir kennara og leiðbeinanda til að þróa eigin úrræði, stuðla að kraftmiklu og grípandi námsumhverfi í samræmi við þarfir ungra fullorðinna í dag.
Eining 3 - Kynning á færni til starfsþróunar:
Lagt er til að kennari og leiðbeinandi skoði hina skosku aðferð við starfsstjórnunarhæfni (CMS) og fái innsýn í nýjar þarfir meðal ungra fullorðinna einstaklinga sem tengjast stjórnun starfsferla. Læra má hvernig á að virkja þessa aðferðir á áhrifaríkan hátt í gegnum net- og samfélagsmiðla og tryggja að leiðbeiningarnar séu í takt við þörf þátttakenda hvað varðar starfsferil þeirra.

Funded by the European Union. Views and opinions expressed are however those of the author(s) only and do not necessarily reflect those of the European Union or the European Education and Culture Executive Agency (EACEA). Neither the European Union nor EACEA can be held responsible for them.

is_ISIcelandic