Notið þetta gagnvirka verkfæri til að skipuleggja starfsframa þeinn, strax í dag!
Þetta starfsþróunar líkan hefur verið þróað til að styðja unga fullorðna einstaklinga til að skoða og áætla eigin starfsþróun í hagkerfinu að loknum heimsfaraldri.
Þetta sniðmát hefur verið útbúið til að fylgja eftir en líka endurspegla uppbyggingu Business Model Canvas (Strategyzer, 2020).
Notkun þessarar aðferðar við starfsþróun fellur undir Creative Commons Attribution NonCommercial-ShareAlike 3.0 Unported License (CC BY- NC-SA 3.0) leyfi: https://creativecommons.org/licenses/by-sa/3.0/ https://creativecommons.org/licenses/by-sa/3.0/
Þessi starfsþróunaraðferð hefur verið borin saman við Scottish Framework for Career management. ( (https://cica.org.au/wp-content/uploads/career_management_skills_framework_scotland.pdf).
Starfsþróunar líkanið hefur verið þróað til að við hin fjögur meginatriði starfsstjórnunar aðferðarinnar:
Helstu samstarfsaðilar (Netkerfi)
Nær netkerfi á eigin svæði, á landsvísu og um alla Evrópu, þar sem þú getur fengið ráðgjöf um þennan hugsanlega feril.
Helstu eiginleikar (Sjálf)
Listaðu hér helstu persónulegu eiginleikana sem einkenna þig og eru sérstaklega gagnlegir fyrir hinn nýja ferilinn þinn. Lýstu því hver þú ert og hvað þú getur komið með í hið nýja hlutverk.
Helstu kostir (Sjálf)
Listaðu hér hvað er mikilvægt fyrir þig bæði í nýjum starfsferli og í lífinu. Skráðu innri og ytri hvata þína og tilgreindu hver persónuleg markmið þín eru fyrir þennan nýja feril.
Gildi eiginleika
(Styrkleikar)
Skráðu helstu styrkleika þína, undirstrikaðu þá færni og reynslu sem þú getur komið með inn í nýjan starfsferil. Reyndu að svara spurningunni: "Hvað aðgreinir mig frá öðrum umsækjendum í þessu hlutverki?"
Hin mjúka færni (Styrkleikar)
Nefndu hér hin mjúku færni þína (samskipti, teymisvinnu, samvinnu o.s.frv.) og skilgreindu hvernig hægt er að nýta hana í þessum nýja starfsferli.
yfirfæranlega færni (Styrkleikar)
Listaðu hér yfir helstu yfirfæranlega færni sem þú býrð yfir og byggir á fyrri reynslu. Gefðu dæmi um það hvernig hægt er að beita þessum hæfileikum á nýjum starfsferli.
Tekjur (Sjóndeildarhringur)
Skoðaðu og taktu saman launamöguleika þína í því nýja hlutverki sem þú stefnir að og reyndu að meta tækifæri til framfara í þessum geira sem þú hyggst starfa í.
möguleika til vaxtar (Sjóndeildarhringur)
Skoðaðu og reyndu að meta hugsanlegan vöxt í þessum geira í eigin landi, um alla Evrópu og á heimsvísu.
Vinsamlegast notaðu eftirfarandi WebQuest til að styðja þig við að klára ferillíkanið:
Fyrir nokkrum áratugum leituðu flestir háskólanemar af starfi hjá stórum vinnuveitendum til lengri tíma með góð eftirlaun. Umhverfið í dag er gjörbreytt. Störf eru ekki alltaf til langs tíma og einstaklingar þurfa stöðugt að þjálfa sig í nýrri færni. Allir verða því stöðugt að skerpa á kunnáttu sinni til að vera samkeppnishæfir um störf og getað aflað tekna.
Til að berjast gegn þessu var hin skoska áætlun hönnuð fyrir að stjórna eigin starfsferli, og til að styðja okkur í að þróa færni okkar til að stjórna eigin starfsferli. Einnig ættum við að geta þróað tengslanet okkar til að styðja við starfsmarkmið okkar og skilgreina þá færni sem við þurfum til að ná þeim. Í meginatriðum, með því að þróa þessa færni, ætti það að vera auðveldara fyrir okkur að stjórna framvindu okkar í starfi og tryggja að við getum stundað starfið sem við viljum. Áætlunin stendur saman af færni, viðhorfum og getu einstaklingsins til að ná árangri í starfi.
Áætlunin byggir á fjórum þemum
Þegar þemun eru skoðuð í sameiningu lýsa færni í þeim, viðhorfum og getu sem skarast sem styður starfsferil einstaklingsins. Það er ekki ætlast til eða nauðsynlegt að sérhver einstaklingur skuli skara fram úr á öllum þessum sviðum hvorki til langs eða skamms tíma. Einstaklingar eru líklegir til að nýta styrkleika sína og færni sem hentar best starfi þeirra og markmiðum.
Hver eru þá markmið hinnar skosku áætlunar?
Skoska áætlunin miðar að því að:
Færni til að stjórna eigin starfsframa er lykilatriði til að gera einstaklingum kleift að taka og ákvarðanir um bæði framtíða vinnu og nám sem munu móta persónulega starfsferil þeirra.
Tól sem kallast Líkan um mótun starfsferils (Career Model Canvas) hefur verið þróað út frá þessum fjórum þemum hinnar skosku áætlunar (Scottish Framework for Career Management Skills eða CMS). Í þessum spurningaleik á vefnum (WebQuest) verður þátttakendum falið að fylla út Líkan um mótun starfsferils (Career Model Canvas) fyrir sjálfa sig til að ákvarða hversu hentug núverandi færni þeirra og tengslanet eru til að styðja við árangur þeirra í starfi, sem og að bera kennsl á hvaða hugsanleg skref þarf að taka til að tryggja velgengni þeirra starfi.
Hægt er að nota Líkan um mótun starfsferils næstum eins og „framtíðarsýn“ til að hjálpa við að skipuleggja hvernig þátttakendur vilja að framtíð þeirra líti út og hvernig þeir muni komast þangað!
Fólk þróar hæfileika sína til að stjórna eigin starfsferli (starfsstjórnun) á mismunandi hátt og hraða. Að þróa færni í starfsstjórnun er stöðugt ferli sem krefst frumkvæðis þátttöku, sjálfsvitundar og eigin skuldbindingar til bæta færni sína. Með því að fjárfesta í þessari færni öðlast einstaklingar getu til að taka upplýstar ákvarðanir, laga sig að breytingum og þróast á farsælan hátt. Líkan um mótun starfsferils er tæki sem getur hjálpað við þetta.
Að bera kennsl á hvað er mikilvægt fyrir þig bæði í persónulegu lífi þínu og atvinnulífi mun hjálpa þér að beina áherslum þínum á hvaða hentar best markmiðum þínum um starfsframa í framtíðinni. Viðleitni þín mun hjálpa við að þrengja áherslur þína um starfsframa og tryggja að sá ferill sem valinn er samræmist bæði persónulegum markmiðum og faglegum vonum.
Fylltu út eyðublaðið fyrir Líkan um mótun starfsferils. Það má prenta það út og skrifa á það en aðrir velja að slá inn svörin sín. Veldu það sem þér hentar best. Á þínum eigin hraða munum við fara í gegnum hvorn hluta fyrir sig.
Gangi þér vel! Starfsferill þinn bíður þín!
Við förum í gegnum skrefin sem þarf til við að fylla út Líkanið um mótun starfsframa. Þar sem það eru í átta hlutum gæti þetta verið yfirþyrmandi í fyrstu. En ekki hafa áhyggjur, þetta er miklu auðveldara en það virðist í fyrstu!
Skref 1: Að ákveða hvers konar starfsframa og starf þú sækist eftir
Líkan um mótun starfsferils er í átta hlutum sem þarf að fylla út. Fyrsti hlutinn fjallar um starfstitil eða starfsframa sem þú vilt vinna í. Það getur verið mjög erfitt að átta sig á því hvað þú vilt velja sem starfsframa en margt fólk ver ævi sinni við að finna út hvað það vill gera. Fyrir marga unga fullorðna einstaklinga getur pressan við að velja starfsferil verið gríðarleg. En með því að nota Líkan um mótun starfsferils, getur verið nokkuð minna stress að velja starfsferil.
Lestu eftirfarandi greinar um að ákveða hvað þú vilt gera og hvernig á að velja starfsferil til að hjálpa þér að gera þetta:
Skref 2: Líttu á „Helstu samstarfsaðila“ hlutann í Líkaninu um mótun starfsferils
Þegar þú hefur valið starfsferil eða það starf sem þú vilt sinna er næsti hluti sem þarf að fylla út atriði um Helstu samstarfsaðilar samstarfsaðila. Þetta felur í sér yfirlit yfir tengslanet á þínu svæði, á landsvísu og um alla Evrópu þar sem þú getur fengið ráðgjöf um þennan hugsanlega feril. Netkerfi veitir innsýn þróun atvinnulífsins. Með því að tengjast fagfólki sem starfar á viðkomandi sviði geturðu verið betur upplýstur um nýjustu þróun, tækni og ný tækifæri. Þessi þekking hjálpar þér að samræma færni þína, menntun og reynslu við núverandi og framtíðarþarfir
Þessir tenglar sýna hvers konar net eru í boði og fjalla um starfsframa. Best er að finna net sem eru virk á þínu svæði:
Skref 3: Fylla út ‘Helstu einkenni’ Hlutann í Líkaninu um mótun starfsferils
að skrá helstu persónulegu eiginleikana sem þú hefur, sem munu nýtast þér fyrir nýjan starfsferil. Þú getur lýst því fyrir hvað þú stendur og hvað það er sem gerir þig áhugaverðan í þetta hlutverk. Þú getur búið til lista yfir hluti sem einkenna persónuleika þinn og eru mikilvægir fyrir þig og auðvelda þér að ákveða hvaða ferill myndi henta þér. Að bera kennsl á lykileiginleika þína felur í sér ferli sjálfsíhugunar og mat á sjálfum sér. Þar eru skref til að hjálpa þér að uppgötva og skilja helstu eiginleika þína og þau fela í sér að gera hluti eins og að endurspegla persónulega reynslu þína, fyrri afrek og endurgjöf sem þú hefur fengið frá öðrum. Spyrðu fólk nálægt þér eins og vini eða fjölskyldu um heiðarleg viðbrögð þeirra um hverjir eru helstu persónulegir eiginleikar þínir. Farðu yfir fyrri reynslu þína eða afrek og spurðu sjálfan þig hvaða hlutar þín voru lykillinn að því að hjálpa þér að ná þessum afrekum.
Stundum getur verið erfitt að lýsa persónulegum eiginleikum sínum. Það getur hjálpað að fara í gegnum lista yfir styrkleika og eiginleika og merkja við þá sem eiga við þig. Þú getur líka sýnt vinum eða fjölskyldu þennan lista og beðið þá um að merkja við þá eiginleika sem þeir telja passa við þig.
Ekki gleyma því að það að bera kennsl á helstu eiginleika þína er ferli sem tekur ekki enda og gæti þurft vera viðfangsefni um langa hríð. Ef þú metur hæfileika þína og eiginleika reglulega getur það hjálpað þér að laga þig að breyttum aðstæðum og uppgötva nýja styrkleika og eiginleika sem þú áttaðir þig kannski ekki einu sinni á að þú hafðir til að bera.
Skref 4: Fylla út ‘helstu kostir’ kaflann í Líkaninu um mótun starfsferils
Hér ættir þú að skrá það sem er mikilvægt fyrir þig í lífi og starfi. Skráðu eigin innri og ytri hvata og segðu hver persónuleg markmið þín eru í nýjum starfsferli. Að uppgötva helstu kosti þín og skilja hvernig þeir hafa áhrif á þann starfsferil sem þú hefur valið er ferli sem fjalla um sjálfshugsun- og mat. Það eru mörg skref til að hjálpa þér að bera kennsl á helstu kosti þín og viðurkenna áhrif þeirra á starfsferil þinn. Sumir af þessum kostum fela í sér að ígrunda eigin persónulegar áherslur og hvernig þær hafa áhrif á val þitt á þeim starfsframa sem þú hefur hugsað þér að velja.
Það er mikilvægt að velta fyrir sér mest áberandi viðhorfum þínum, meginreglum og því sem færir þér jákvæða tilfinningu um lífsfyllingu og ánægju lífi og í starfi. Gefðu þér tíma til að skoða vel þá þætti starfsins sem eru krafa um að séu gerðir. Skilningur á lykilgildum þínum og áhrifum þeirra á þann starfsferil sem þú hefur valið er lykilatriði til að finna einhverja merkingu og ánægju í starfi þínu. Með því að samræma starfsval þitt að gildum þínum geturðu skapað innihaldsríkara og markvissara star inn í framtíðina. Regluleg sjálfsskoðun og endurmat á gildum þínum getur hjálpað til við að tryggja að ferill þinn sé í takt við forgangsröðun þína og meginreglur.
Lestu þessar greinar um hvatningu og markmiðasetningu, það gæti verið gagnlegt:
Skref 5: Fylla út ‘Gildi eiginleika’ kaflann í Líkaninu um mótun starfsferils
Frábær vinna hingað til! Þú ert núna á skrefi fimm í Líkaninu um mótun starfsferils. Í þessum hluta ættir þú að skrá helstu styrkleika, þína og gefa þér tíma til að varpa ljósi á þá færni og reynslu sem þú hefur fram að færa í nýjum starfsferli. Þú ættir að reyna að svara spurningunni: "Hvað aðgreinir mig frá öðrum umsækjendum í þessu starfi?"
Lestu eftirfarandi greinar um hvernig eigi að bera kennsl á styrkleika sína og hvernig á að aðgreina sig frá öðrum umsækjendum um starf:
Skref 6: Fylla í ‘Mjúk færni’ hlutann í Líkaninu fyrir mótun starfsferils
hlutann um hina mjúku færnii; Hér ættir þú að skrá þá mjúku færni sem þú hefur til að bera og segja hvernig hægt er að nota hana í nýjum starfsferli. Mjúk færni eru hæfileikar og eiginleikar sem þú hefur sem manneskja sem gerir þig að áhrifaríkri manneskju sem á auðvelt að vinna með öðrum. Sum mjúk færni felur í sér hluti eins og samskipti, teymisvinnu og samvinnuhæfileika. Þessi færni er afar mikilvæg fyrir vinnuveitanda og því meiri færni af þessu tagi sem einstaklingur hefur því mikilvægari er hún fyrir vinnuveitanda. En kann að vera flókið að þekkja þá mjúku færni sem þú býrð yfir. Þér þarf að taka tíma til að skoða vel reynslu þína og samskipti í mismunandi aðstæðum, svo sem í vinnu, skóla eða í persónulegum samskiptum.
Skoðaðu dæmi þar sem þú skarar framúr eða hefur sjálfstraust á ákveðnum sviðum. Spurðu sjálfan þig hverjir eru styrkleikar þínir þegar kemur að því að vinna með öðrum? Leitaðu álits vina og fjölskyldu eða kannski líka kennara þínum. Spyrðu þá um styrkleika þína og svið þar sem þeir telja að þú skarar fram úr hvað varðar mannleg færni hvernig það gangi að vinna með öðrum. Mundu að mjúk færni er yfirfæranleg sem hægt er að þróa og bæta með tímanum. Það er líka mikilvægt að hafa í huga að sjálfsmat er huglægt og skynjun þín á eigin færni getur verið frábrugðin því hvernig aðrir skynja hana. Regluleg sjálfsskoðun og leit að endurgjöf og stöðugt vinna að því að bæta hina mjúku færni þína getur hjálpað þér að þróa nákvæmari skilning á styrkleikum þínum og vaxtarsviðum.
Þú gætir fundið eftirfarandi greinar um mjúka færni gagnlegar:
Skref 7: Fylla út ‘Yfirfæranleg færni’ hlutann í Líkaninu um mótun starfsferils
Vel gert! Aðeins nokkur skref í viðbót áður en þú hefur lokið við líkanið! Næsti hluti er um yfirfæranlega færni. Yfirfæranleg færni er færni sem þú hefur öðlast af annarri reynslu í lífi þínu. Það gæti verið frá því að spila á hljóðfæri, taka þátt í hópíþróttum, sjálfboðastarfi, tengt einhverju af áhugamálum þínum, starfi utan skóla eða einhverju hlutastarfi, svo eitthvað sé nefnt.
Þessi færni er jafn mikilvæg fyrir vinnuveitanda og sú færni sem þú hefur aflað í gegnum menntun þína, og stundum jafnvel mikilvægari! Láttu fylgja með dæmi um hvernig þú getur notað þessa yfirfæranlegu færni í nýjum starfsframa. Til dæmis, ef þú stundar hópíþróttir þá þekkirðu hópvinnu og samskiptahæfileika vel. Útskýrðu hvernig þú gætir beitt þessum hæfileikum í nýja starfi þínu. Mundu að þú gætir haft yfirfæranlegri færni sem þú veist ekki um! Búðu til lista yfir yfirfæranlega færni þína svo þú áttir þig á hvaða færni þú býrð yfir og hvernig þú getur beitt henni í nýju hlutverkinu þínu.
Skref 8: Fylla í ‘Tekju’ hlutann í Líkani um mótun starfsferils
Næsti hluti fjallar um Tekjur. Hér ættir þú að skoða og draga saman þá möguleika á launum sem viðkomandi starf hefur og meta möguleika til að vinna sig upp í þessu starfi. Að skoða launamöguleika í þeim starfsferli sem þú ætlar að vinna á felur í sér að safna upplýsingum úr ýmsum áttum til að fá innsýn í dæmigerðar tekjur og aðra kosti á því sviði sem þú hefur valið. Skoðaðu atvinnuauglýsingar og farðu á ráðningarstofur sem sérhæfa sig í þeirri starfsgrein sem þú vilt vinna í. Talaðu við sérfræðinga sem eru að vinna á æskilegu starfssviði þínu. Taktu eftir launaupplýsingunum sem gefnar eru upp í starfslýsingum, þar sem vinnuveitendur birta stundum vísbendingar um launabil til að laða að hæfa umsækjendur.
Hafðu í huga að laun geta verið mismunandi eftir hvar starfið er. Skoðaðu vinnumarkaðinn og kostnað við að búa á því svæði sem þú ætlar að vinna á, þar sem það getur haft áhrif á tekjur. Mundu að launamöguleikar eru tengdar ýmsum þáttum, þar á meðal hæfni þinni, reynslu, landfræðilegri staðsetningu, stærð fyrirtækis, eftirspurn í atvinnulífinu og þinni eign samningahæfni. Það er nauðsynlegt að safna margvíslegum upplýsingum til að öðlast skilning á launamöguleikum innan þess sviðs sem þú hefur áhuga á að starfa.
Lestu eftirfarandi greinar um laun og hvernig á að reikna út raunhæf laun fyrir það starf sem þú hefur áhuga á:
Skref 9: Fylla í ‘Möguleiki til vaxtar’ hlutann í Líkani um mótun starfsferils
Lokastigið í Líkani um mótun starfsferils er fjallar um möguleika til vaxtar. Í þessum hluta skal maður hugsa um mögulegan vöxt þeirrar atvinnugreinar sem þú hallast að. Byrjaðu á því að skoða og meta hugsanlegan vöxt í þeim geira sem þú vilt starfa í, bæði í þínu landi, um alla Evrópu og á heimsvísu. Vaxtarmöguleikar starfsgreina fer eftir ýmsum þáttum eins og þróun atvinnulífsins, eftirspurn eftir sértækri færni sem þar er að finna, tækniframförum og efnahagslegum aðstæðum. Starfsgrein sem býr yfir vaxtarmöguleika veitir möguleika á stöðugri færniþróun. Það getur falið í sér tækifæri fyrir faglega þjálfun, vottanir, þátttaka í vinnustofum eða frekari menntun til að öðlast nýja færni eða efla þá sem fyrir er. Færni til að auka þekkingu er nauðsynleg fyrir vöxt atvinnugreinar. Einnig skiptir sköpum að taka tillit til vaxtar atvinnugreinarinnar og eftirspurnar eftir sértækri kunnáttu. Starfsferill í grein sem er í miklum vexti eða á sviði þar sem skortur er á hæfu fagfólki er líklegri til að bjóða upp á rík tækifæri til framfara. Það er mikilvægt að hafa í huga að vaxtarmöguleikar geta verið mismunandi eftir atvinnugreinum, fyrirtækjum og aðstæðum öðrum. Þættir eins og aðstæður á vinnumarkaði, efnahagsþróun, persónuleg frammistaða, tengslanet og að nýta tækifæri geta haft veruleg áhrif á vaxtarmöguleika starfsferils hvers og eins.
Skoðaðu eftirfarandi tengla um hvernig hægt er að láta starfsframa þróast og hvernig á að tryggja að þú veljir starfsferil sem hefur vaxtarmöguleika:
Skref 10: Að ljúka við Líkan um mótun starfsferils
Vel gert! Nú þegar þú hefur lokið við að fylla út Líkan um mótun starfsfeils og gætir þú nú verið öruggari við að hefja ferð þína í átt að nýjum starfsferli. Líkan um mótun starfsferils virkar best þegar þú heldur áfram að velta líkaninu fyrir þér og tryggja að ferill þinn uppfylli þarfir þínar. Prentaðu líkanið og settu það á áberandi stað.
Ræðum um það sem þú hefur lært:
Til hamingju með þetta! Þú hefur ekki aðeins fyllt út starfslíkanið heldur notað það til að finna hver er ein helsta færni þína og eiginleiki sem munu hjálpa þér að skara framúr! Þú ert tilbúinn til að finna draumastarfið þitt!
Funded by the European Union. Views and opinions expressed are however those of the author(s) only and do not necessarily reflect those of the European Union or the European Education and Culture Executive Agency (EACEA). Neither the European Union nor EACEA can be held responsible for them.