Verið velkomin til

Career Compass, MOOC

Verið velkomin á Career Compass síðuna en verkefnið er fæst við að styrkja ungt fullorðið fólk við að fóta sig í samfélaginu eftir heimsfaraldurinn þegar vinnumarkaðurinn að sækja í sig veðrið. Samstarf þátttakenda í verkefninu er Snýst um að byggja upp starfsþróunaraðferðir og getu til að sigrast á erfiðleikum. En þetta tryggir það að einstaklingar aðlagast ekki aðeins þróuninni, heldur dafna í umhverfi sínu.

Starfsþróun, stjórnun og aðgerðir.

Hvernig finnum við vegvísi fyrir starfsþróun í nýju og brettu landslagi?

Eftir að heimsfaraldrinum lauk sjáum við mikla þörf fyrir ungt fullorðið fólk að styrkja getu sína til að skipuleggja framtíð sína hvað varðar starfsval en einnig að auka seiglu sína. Career Compass er hagnýtt verkfæri til að skoða margbreytileika vinnumarkaðarins.

 

Við erum staðráðin í að styrkja gerð leiðbeininga á þessu svið. Á þessari síðu fæst aðgangur að 40 örnámskeiðum sem tengjast hinni þekktu, skosku aðferðafræði við starfsstjórnun eða s.k. CMS aðferðafræði. Þessum örnámskeiðum er ætlað að þjóna sem leiðbeiningar um skipulag á starfi hvers og eins, ásamt því að bjóða upp á innsýn í aðferðir fyrir starfsþróun á ýmsum stigum.

Hvað er þá þetta "Scottish Career Management Skills Framework eða CMS?"

  • Scottish Career Management Skills eða CMS aðferðin, sem við köllum „Skoska starfsstjórnunar aðferðin“, er skipulögð og alhliða nálgun sem er hönnuð til að styrkja einstaklinga til að öðlast nauðsynlega færni og þekkingu til að stjórna eigin starfsferli á sem áhrifaríkastan hátt.

  • CMS aðferðin er hönnuð til að takast á við vaxandi flækjustig sem starfsfólk þarf að búa yfir og lýsir ýmiss konar færni sem einstaklingar geta þróað á ýmsum stigum, bæði menntunar- og starfsferils. Þessi hæfni felur í sér sjálfsvitund, áætlun um starfsframa, ákvarðanatöku, markmiðasetningu og hvernig á að takast á við breytingar.

  • Með því að veita samræmda uppbyggingar um eigin starfsþróun, virkar CMS aðferðin sem vegvísir fyrir einstaklinga til að skoða margbreytileika vinnumarkaðarins, taka upplýstar ákvarðanir um menntun sína og þjálfun og laga sig að breytingum á starfsferlinum.

  • Í gegnum samstarfsverkefnið, Career Compass, höfum við þróað 40 stutt örnámskeið fyrir ungt fullorðið fólk sem getur unnið sjálfstætt. Þau taka öll mið af skosku CMS aðferðinni.

Ætlun okkar er að þessi úrræði auki ekki aðeins starfsfærni einstaklinga heldur stuðli einnig að því að auka þrautseigju og aðlögunarhæfni ungra fullorðinna einstaklinga í hagkerfinu eftir heimsfaraldurinn.

 

Hvert af 40 örnámskeiðunum okkar samanstendur af stuttu myndbandi til að kynna efnið, og síðan sjálfsþjálfun fyrir ungt fullorðið fólk. Þar er einnig að finna stutta kennsluáætlun fyrir kennara og leiðbeinendur sem gætu viljað nota þessi úrræði með nemendum sínum.

Til að fá aðgang að þessum námskeiðum, ýtið á hlekkinn hér að neðan:

Örnámskeið um stjórnun eigin starfsferils, fyrir ungt fullorðið fólk

Styrkt af Evrópusambandinu. Skoðanir og álit sem sett eru fram eru hins vegar aðeins höfundar og endurspegla ekki endilega skoðanir Evrópusambandsins eða Framkvæmdastofnunarinnar um mennta- og menningarmál (EACEA). Hvorki Evrópusambandið né EACEA geta borið ábyrgð á þeim -2022-1-IS01-KA220-ADU-000087196

is_ISIcelandic